Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 12:01 Andriy Shevchenko fagnar einu 48 marka sinna fyrir úkraínska landsliðið. getty/Martin Rose Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk. Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Stríð hefur geysað í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmri viku. Shevchenko á ættingja sem ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu og hann er eðlilega áhyggjufullur vegna þeirra. Hann ræddi um stöðuna í Úkraínu í ítalska sjónvarpsþættinum Che Tempo Che Fa í gær. „Mamma mín, systir og aðrir ættingjar eru enn í Úkraínu. Ég tala við þau á hverjum degi. Það var þeirra val að vera um kyrrt,“ sagði Shevchenko. „Ég get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta. Þau segja mér frá ástandinu í Úkraínu, borgum sem er búið að sprengja, börnum og öldruðum sem eru myrtir. Við verðum að reyna að fá Rússa til að leggja niður vopnin, finna lausn og stöðva stríðið.“ Óskaði eftir ítalskri hjálp Shevchenko biðlaði einnig til Ítala að bjóða Úkraínumenn velkomna til landsins á þessum erfiðum tímum. „Þegar ég kom til Ítalíu opnaði landið hjarta sitt fyrir mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur og þetta er mitt annað heimili,“ sagði Shevchenko. „Núna bið ég ykkur að opna hjarta ykkar fyrir mínu fólki. Við erum hjálparþurfi. Látið þeim líða eins og mér leið. Allir hafa sýnt mikinn hlýhug en ég bið um meira.“ Shevchenko er markahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins og þjálfaði það svo á árunum 2016-21. Hann lék lengi með AC Milan á Ítalíu og er næstmarkahæstur í sögu félagsins með 175 mörk.
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira