Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Siggeir Ævarsson skrifar 6. mars 2022 21:50 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. „Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“ Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
„Já, Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum. Þær voru að hitta skotunum sínum vel og notuðu spjaldið vel í þristunum [Jenný Geirdal setti tvo þrista spjaldið ofan í kvöld, innsk. blm]. En ég er fyrst og fremst ánægður með að við höfum náð sigri. Margt þó sem við vorum ekki að gera vel, sérstaklega varnarlega, og þurfum að bæta í næsta leik.“ Sóknarlega gat Bjarni þó ekki kvartað, þá sérstaklega þegar litið er til þáttar Helenu Sverrisdóttur, sem setti 27 stig í kvöld og hitti úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Ég spurði Bjarna hvort hann gæti reiknað með svona frammistöðu frá henni í hverjum leik. „Jú jú. Hún er bara frábær skotmaður“ – sagði Bjarni og var augljóslega skemmt. „Nei nei. Ég er líka með aðra leikmenn sem geta tekið góða skotleiki en hún átti góðan skotleik í dag og hélt okkur eiginlega inni í leiknum á löngum köflum. Svo tóku aðrir við. Keira tók aðeins við í seinni hálfleik. Hún var nú hálf veik í dag en fann orku í seinni hálfleik til að hjálpa okkur og setti niður mikilvæg skot. En við erum með fullt af leikmönnum sem geta átt góða skotleiki þannig að það þarf ekki alltaf að vera sami leikmaðurinn.“ Það má kannski segja að þessi breidd sem Bjarni nefndi hér að ofan hafi skipt sköpum í lokin þegar Haukar keyrðu Grindvíkinga í kaf. „Já við svo sem leiddum allan tímann, þær náðu aldrei að komast yfir þó þær hafi minnkað þetta í fjögur stig. Við náðum svo forskoti aftur en þær náðu alltaf að koma til baka, sem er bara vel gert hjá þeim. En svo fundum við lausnir í lokin og náðum að klára þetta vel.“ Það hefur verið töluvert leikjaálag á Haukana síðustu vikur og Bjarni sagði að hópurinn væri vel stemmdur en eflaust feginn að eiga ekki leik aftur fyrr en á laugardaginn. „Ég held að það sé bara smá tilhlökkun í hópnum núna að við eigum ekki að spila leik aftur fyrr en á laugardaginn. Það hefur ekki gerst lengi. Við tökum okkur bara frí núna í 2-3 daga. Hvílum okkur og gerum eitthvað annað en að spila og hugsa um körfubolta. Svo er leikur við Fjölni á laugardaginn, stórleikur, og við hlökkum til þess verkefnis.“
Subway-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 78-93 | Haukakonur unnið fjóra í röð Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. 6. mars 2022 21:03
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins