„Vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:38 Ralf Rangnick gerir sér grein fyrir því að Manchester United þarf að vinna leiki. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki. „Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
„Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Sjá meira
Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29