Allt að 17 látnir og 22 slasaðir eftir slagsmál á fótboltaleik í Mexíkó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:15 Mynd frá leiknum sem um er ræðir. Getty Images Stöðva þurfti leik Queretaro og Atlas í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Mexíkó eftir að gríðarleg slagsmál brutust út á vellinum. Allt að 17 eru látnir og 22 eru slasaðir. Liðin sem um er ræðir eru erkifjendur en það var engan veginn hægt að spá fyrir um hryllinginn sem átti sér stað á Estadio Corregidora-vellinum á laugardag. Stöðva þurfti leikinn eftir rúmlega klukkustund vegna slagsmála stuðningsmanna í stúkunni. Slagsmálahundarnir enduðu inn á vellinum og meðan margir leikmenn flúðu inn í búningsklefa þá reyndu aðrir að róa mannskapinn. Það gekk ekki og talið er að allt að 17 manns hafi látið lífið í slagsmálunum og þá eru 22 slasaðir. 'Up to 17' killed and 22 injured in brawl between fans at Mexican football match https://t.co/zkhBtt2jK4 pic.twitter.com/uOxIwSmgOC— Mirror Football (@MirrorFootball) March 6, 2022 Fordæma slagsmálin „Mexíkóska knattspyrnusambandið fordæmir atburðina sem áttu sér stað á Estadio Corregidora-vellinum í Queretaro er heimamenn mættu Atlas síðari partinn á laugardaginn. Fótbolti á að vera öruggt svæði fyrir alla þar sem ofbeldi á ekki heima.“ segir í yfirlýsingu sambandsins. „Sambandið mun aðstoða við rannsókn málsins og sjá til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dregnir fyrir dómara.“ Þá sagði forseti sambandsins, Mikel Arriola, að rannsókn sé þegar hafin á vallaraðstæðum en einkar fáir – ef einhverjir – öryggisverðir voru á vakt á téðum leik. „Öryggi leikmanna og stuðningsfólk er aðalatriði. Sem stofnun fordæmum við ofbeldi í allri sinni mynd,“ sagði í yfirlýsingu hans. Fótbolti Mexíkó Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Styrkir til VÍK Sport „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir Íslenski boltinn Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Liðin sem um er ræðir eru erkifjendur en það var engan veginn hægt að spá fyrir um hryllinginn sem átti sér stað á Estadio Corregidora-vellinum á laugardag. Stöðva þurfti leikinn eftir rúmlega klukkustund vegna slagsmála stuðningsmanna í stúkunni. Slagsmálahundarnir enduðu inn á vellinum og meðan margir leikmenn flúðu inn í búningsklefa þá reyndu aðrir að róa mannskapinn. Það gekk ekki og talið er að allt að 17 manns hafi látið lífið í slagsmálunum og þá eru 22 slasaðir. 'Up to 17' killed and 22 injured in brawl between fans at Mexican football match https://t.co/zkhBtt2jK4 pic.twitter.com/uOxIwSmgOC— Mirror Football (@MirrorFootball) March 6, 2022 Fordæma slagsmálin „Mexíkóska knattspyrnusambandið fordæmir atburðina sem áttu sér stað á Estadio Corregidora-vellinum í Queretaro er heimamenn mættu Atlas síðari partinn á laugardaginn. Fótbolti á að vera öruggt svæði fyrir alla þar sem ofbeldi á ekki heima.“ segir í yfirlýsingu sambandsins. „Sambandið mun aðstoða við rannsókn málsins og sjá til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dregnir fyrir dómara.“ Þá sagði forseti sambandsins, Mikel Arriola, að rannsókn sé þegar hafin á vallaraðstæðum en einkar fáir – ef einhverjir – öryggisverðir voru á vakt á téðum leik. „Öryggi leikmanna og stuðningsfólk er aðalatriði. Sem stofnun fordæmum við ofbeldi í allri sinni mynd,“ sagði í yfirlýsingu hans.
Fótbolti Mexíkó Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Styrkir til VÍK Sport „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Supercross Atlanta úrslit. Sport Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Landsliðsþjálfarinn bjargaði leikmanni Fylkis | Myndir Íslenski boltinn Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira