Seinni bylgjan: „Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 12:10 Stjarnan komst lítt áleiðis gegn Val. Vísir/Hulda Margrét Fyrir leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta var búist við öruggum sigri Valsmanna þar sem þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð á meðan Stjarnan hafði tapað fjórum í röð. Að því sögðu hafði Patrekur Jóhannesson unnið Snorra Stein Guðjónsson í síðustu níu leikjum þeirra. Þó mikil kátína hafi ríkt í setti á Suðurlandsbraut með ítarlega yfirferð Theódórs Inga Pálmason eftir leik (sem sjá má í spilaranum hér að neðan) þá ákváðu þeir Stefán Árni Pálsson, Bjarni Fritzson og Jóhann Gunnar Einarsson að greina leikinn örlítið betur. „Við tókum eftir því, Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn,“ sagði Stefán Árni, þáttastjórnandi. Bjarni tók undir það. „Alltaf þegar þeir áttu tækifæri á að minnka í þrjú mörk og detta inn í leikinn þá kom eitthvað, klikkuðu á dauðafæri, léleg sending eða tapaður bolti. Manni leið allan leikinn svolítið eins og Stjarnan gæti ekki unnið þennan leik.“ „Þetta var týpískt fyrir lið sem er með sjálfstraustið í núlli að spila við lið sem er með sjálfstraustið í botni. Þú færð 2-3 sénsa en það er bara eitthvað sem er ekki í gangi. Þetta er svo rosalega lélegt, stíga á línu – kasta boltanum út af, þetta eru bara svo léleg gæði í þessu hjá þeim,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við. „Þú ert líka með hvernig leikurinn byrjaði: Valsmenn voru bara BÚMM! Á meðan Stjarnan var ekki klár. Þó það hafi munað 1-2 mörkum í hálfleik held ég að Stjarnan hafi ekki liðið vel. Skildu ekki hvernig þeir væru inn í leiknum,“ sagði Bjarni í kjölfarið. Hvað er að hjá Stjörnunni? Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð. Hvað er að í Garðabænum? „Björgvin Hólmgeirsson er meiddur, Gunnar Steinn var ekki með,“ sagði Stefán Árni áður en Bjarni fékk orðið. „Eitt sem ég hef tekið eftir er hversu oft þeir eru byrjaðir að róa í seinni bylgju og hröðum upphlaupum. Er eins og þeir séu smá hikandi, og í handbremsunni. Hef tekið eftir þessu sem og hvað allir eru ekki nógu góðir. Þeir eru ekki að grípa tækifærin til að vinna. Svo finnst mér þeir alltof mikið tala um „fyrir áramót.“ Það er búið, þeir áttu fullt af slökum leikjum, þeir redduðu sér og unnu ótrúlega vel úr því. Held að þeir ættu að hætta að tala um „fyrir áramót“ og tala um það sem er að fara gerast og hvernig þeir ætla að standa sig núna.“ Svipmyndir úr leik Vals og Stjörnunnar ásamt umfjöllun Seinni bylgjunnar um leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn, Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Stjarnan Valur Tengdar fréttir Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. 3. mars 2022 22:00 Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. 6. mars 2022 09:35 Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Þó mikil kátína hafi ríkt í setti á Suðurlandsbraut með ítarlega yfirferð Theódórs Inga Pálmason eftir leik (sem sjá má í spilaranum hér að neðan) þá ákváðu þeir Stefán Árni Pálsson, Bjarni Fritzson og Jóhann Gunnar Einarsson að greina leikinn örlítið betur. „Við tókum eftir því, Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn,“ sagði Stefán Árni, þáttastjórnandi. Bjarni tók undir það. „Alltaf þegar þeir áttu tækifæri á að minnka í þrjú mörk og detta inn í leikinn þá kom eitthvað, klikkuðu á dauðafæri, léleg sending eða tapaður bolti. Manni leið allan leikinn svolítið eins og Stjarnan gæti ekki unnið þennan leik.“ „Þetta var týpískt fyrir lið sem er með sjálfstraustið í núlli að spila við lið sem er með sjálfstraustið í botni. Þú færð 2-3 sénsa en það er bara eitthvað sem er ekki í gangi. Þetta er svo rosalega lélegt, stíga á línu – kasta boltanum út af, þetta eru bara svo léleg gæði í þessu hjá þeim,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson við. „Þú ert líka með hvernig leikurinn byrjaði: Valsmenn voru bara BÚMM! Á meðan Stjarnan var ekki klár. Þó það hafi munað 1-2 mörkum í hálfleik held ég að Stjarnan hafi ekki liðið vel. Skildu ekki hvernig þeir væru inn í leiknum,“ sagði Bjarni í kjölfarið. Hvað er að hjá Stjörnunni? Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð. Hvað er að í Garðabænum? „Björgvin Hólmgeirsson er meiddur, Gunnar Steinn var ekki með,“ sagði Stefán Árni áður en Bjarni fékk orðið. „Eitt sem ég hef tekið eftir er hversu oft þeir eru byrjaðir að róa í seinni bylgju og hröðum upphlaupum. Er eins og þeir séu smá hikandi, og í handbremsunni. Hef tekið eftir þessu sem og hvað allir eru ekki nógu góðir. Þeir eru ekki að grípa tækifærin til að vinna. Svo finnst mér þeir alltof mikið tala um „fyrir áramót.“ Það er búið, þeir áttu fullt af slökum leikjum, þeir redduðu sér og unnu ótrúlega vel úr því. Held að þeir ættu að hætta að tala um „fyrir áramót“ og tala um það sem er að fara gerast og hvernig þeir ætla að standa sig núna.“ Svipmyndir úr leik Vals og Stjörnunnar ásamt umfjöllun Seinni bylgjunnar um leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Stjörnumenn neituðu bara að koma sér inn í leikinn, Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Stjarnan Valur Tengdar fréttir Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. 3. mars 2022 22:00 Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. 6. mars 2022 09:35 Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Patrekur: Eigum mikið inni Stjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð gegn Val í Origo-höllinni. Valur vann átta marka sigur 30-22. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir leik. 3. mars 2022 22:00
Seinni bylgjan: Óafsakanlegt að negla í átt að höfði markvarðar úr þröngu færi KA vann magnaðan sigur á FH í Olís deild karla í handbolta á dögunum en strákarnir í Seinni bylgjunni gátu ekki farið yfir neitt annað en þann fjölda skota sem enduðu í andliti markvarða leiksins. 6. mars 2022 09:35
Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær. 5. mars 2022 23:16