Landamæri Íslands galopin fyrir Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 19:26 Rúmlega ein milljón flóttamanna hefur flúið Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa í landið. AP Photo/Markus Schreiber Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar. Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira