Brotlending ábyrgrar fjármálastjórnar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2022 07:00 Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að fara ekki með samningsgerð um færanlegar húsaeiningar fyrir leikskóla í útboð, eins og lög um opinber innkaup kveða á um. Þess í stað var öðru sinni samið við ákveðið fyrirtæki um leigu á færanlegum einingum og nema viðskiptin við það fyrirtæki nú hálfum milljarði króna. Það reynist hverjum sem er erfitt að skilja ábyrgðina, sem kemur í veg fyrir að svo stór viðskipti fari í útboð. Lögum samkvæmt ber að bjóða út öll kaup á þjónustu og vöru sem fer yfir 49 milljónir kr. viðmið. Meirihlutinn í Garðabæ getur sannarlega ekki borið fyrir sig að hann hafi verið innan viðmiðunarmarka í verði, þegar samið var um færanlegu einingarnar. Á bæjarstjórnarfundi var ekki hægt að skilja fulltrúa meirihlutans öðruvísi en svo, að útboð væri einfaldlega of mikið vesen, flókið og tímafrekt. Auðvitað er miklu þægilegra fyrir bæjarfulltrúana að losna við slíkt vesen og ráða einfaldlega öllu í krafti meirihlutans, en slíka hegðun er ekki hægt að skreyta með orðum um fagleg vinnubrögð og ábyrga stjórnun. Sá meirihluti, sem vill öllu ráða, á líka bágt með að botna í hvers vegna fulltrúi minnihlutans vill taka afstöðu til mála út frá sömu gögnum og meirihlutinn sjálfur styðst við. Vísað var til lögfræðiálits, sem var sagt hafa skipt sköpum við ákvörðun þeirra um kaup á vöru án útboðs. Sams konar kaup af sama fyrirtæki höfðu áður verið gagnrýnd af minnihlutanum og hefði mátt ætla að tryggt yrði, að fenginni reynslu, að allir bæjarfulltrúar hefðu aðgang að sömu upplýsingum. Það var ekki gert. Þar ber bæjarstjórinn þyngstu upplýsingaskylduna. Sofið á verðinum Á kjörtímabilinu hafa sjálfstæðismenn sofnað á verðinum. Íbúum Garðabæjar hefur fjölgað hratt án þess að hugað hafi verið að uppbyggingu innviða, eins og leikskóla. Margt ungt fólk hefur sest að í nýju hverfi, Urriðaholti, fullt eftirvæntingar vegna annarrar möntru sjálfstæðismanna sem hljómað hefur um all langt skeið, um framúrskarandi þjónustu í leikskólamálum. Í stað þess að tryggja kjarnaþjónustu fyrir barnafjölskyldur voru peningarnir settir í annað og nú hefur risið eitt allra glæsilegasta íþróttamannvirki landsins. Auðvitað erum við ánægð með húsið og það kemur sannarlega að góðum notum. En því miður var forgangsröðunin ekki í þágu barnafjölskyldnanna. Vandinn í Garðabæ er ekki bág fjárhagsleg staða sveitarfélagsins, langt því frá. Garðabær er ríkt sveitarfélag, en meirihlutinn sem setið hefur við völd er hins vegar gjaldþrota. Hann missti sjónar á því sem máli skiptir, gleymdi að yfirlýsingar um ábyrgð þurfa að standast samanburð við verkin og fylgdi ekki eftir þeirri þróun, sem íbúar kölluðu eftir. Íbúar vilja og eiga rétt á að fá kjarnaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til að tryggja þá þjónustu þarf að forgangsraða í þágu íbúanna. Og taka ákvarðanir sem komast þeim best, jafnvel þótt það sé tímafrekt og flókið vesen að einhverra mati. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun