Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. mars 2022 23:31 Unnið hefur verið hörðum höndum að því undanfarna daga að fylla upp í holur sem myndast hafa á götunum eftir slæma tíð undanfarið. Vísir/Sigurjón Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“ Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“
Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39