Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 10:16 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Hvítrússa hertum refsiaðgerðum vegna hlutverks þeirra í innrás Rússa í Úkraínu. Þegar eru í gildi fjöldi þvingana á landið vegna mannréttindabrota sem stjórnvöld hafa framið gegn andstæðingum sínum undanfarin tæp tvö ár. Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00