Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:25 Þær Dagrún, Guðbjörg og Kara voru fegnar að fá að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins eftir að hafa setið fastar á heiðinni í marga klukkutíma. Aðsend Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50