Hvergerðingar taka höndum saman og krakkarnir þakklátir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 23:30 Krakkar í Grunnskólanum í Hveragerði eru afar þakklátir fyrir stuðninginn frá Selfossi, þar sem þeim býðst að æfa fótbolta, og Akranesi, sem hefur boðist til að halda Kjörísmótið sem á að fara fram um miðjan mars. „Þeir eru bara með gott hjarta.“ Vísir/SKS Hvergerðingar hyggjast taka höndum saman við að endurbyggja Hamarshöllina sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir í gærmorgun og margir ætla að gefa vinnu sína. Þeir segja þetta mikinn skell fyrir samfélagið en ætla að taka þetta á jákvæðninni. „Þetta er náttúrlega alveg skelfileg aðkoma, að koma hingað upp eftir og allt hrunið niður. En svona er þetta bara. Við búum hér og við þessu mátti kannski búast,” segir Birgir Helgason Hvergerðingur. Birgir hefur verið virkur í íþróttastarfi eldri borgara í Hamarshöll undanfarin ár. Hann segir afar slæmt að íþróttirnar leggist nú af en ætlar að vera þeim mun virkari í heimaæfingunum. Hins vegar hafi þetta ekki síður áhrif á félagslegu hliðina. Birgir Helgason hefur jákvæðnina að leiðarljósi.Vísir/Bjarni Einarsson „Við höfum verið hérna, kannski tuttugu, þrjátíu manns og upp í sextíu manns, sem höfum hist og gengið innandyra í öllum veðrum. Þannig höfum við hist þrisvar í viku,” segir hann. Hvergerðingar ætla hins vegar ekki að láta þetta á sig fá og á samfélagsmiðlum býðst hver á fætur öðrum til þess að gefa vinnu sína í þeim tilgangi að reisa höllina eins hratt og hægt er. Þannig má sjá fólk bjóða fram aðstoð við smíði, pípulagningar, eldamennsku og þannig mætti áfram telja. „Þetta er bara jákvæðni, ég held það dugi ekkert annað,“ segir Birgir. Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, segist þakklátur fyrir samstöðuna. „Við höfum fundið mikinn stuðning, bæði hér innanbæjar frá einkaaðilum, verktökum og fleirum en einnig frá nágrannasveitarfélögum sem hafa viljað styðja við bakið á okkur. Við munum alveg pottþétt nýta okkur það,” segir Friðrik. Frá síðustu æfingu eldri borgara í Hamarshöllinni á föstudag.Vísir/Birgir Helgason Hræðilegt áfall Hamarshöllin gegnir veigamiklu hlutverki í Hveragerði enda fer nær allt íþróttastarf þar fram. Sævar Helgason, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, segir aðað þetta muni vafalaust hafa áhrif. „Þetta er hræðilegt áfall fyrir samfélagið en ég er ekki viss um að þetta sé farið að tikka inn strax. Þetta er nýskeð og við erum ekki farin að finna fyrir þessu, það var vetrarfrí í gær þegar ósköpin dundu yfir og ég held að krakkarnir muni taka eftir þessu í dag. Þeir eiga að fara á fótboltaæfingu úti á sparkæfingu á eftir þannig að það verður áhugavert að taka á móti köldum puttum og tám seinni partinn í dag,” segir Sævar. Hann, líkt og fleiri Hvergerðingar, nefnir sérstaklega samstöðu bæjarbúa. „Það sem þjappar hópum mest saman er sameiginlegur óvinur eða andstæðingur og þarna var rokið sameiginlegur óvinur og andstæðingur samfélagsins. Hér eru iðnaðarmenn farnir að bjóða hundrað tíma í fría vinnu og alls konar og það verður spennandi að sjá hvaða skref verða stigin næst.” „Bara með gott hjarta“ Fótboltakrakkar í skólanum, þau Eva Lillý, Hekla Maren, Heba Rut, Valdimar Helgi, Guðmundur Óli, Viktor Óli og Elmar Smári segja þetta virkilega leiðinlegt enda hafi þau lagt mikið á sig í íþróttum. Þau segjast hafa orðið bæði leið og pirruð. „Við erum búin að leggja svo mikið á okkur og reyna svo ógeðslega mikið.” Hins vegar eru þau sérstaklega þakklát íþróttafélögunum á Selfossi og Akranesi fyrir að bjóða fram aðstöðu á meðan fundin verður ný lausn. „Þeir eru bara góðir að leyfa okkur það og eru með gott hjarta.” Hveragerði Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Íþróttir barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Fýkur eina uppblásna íþróttahús landsins? Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur áhyggjur af íþróttahúsinu í Hveragerði vegna veðurofsans sem spáð er á morgun. 29. nóvember 2014 17:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Þetta er náttúrlega alveg skelfileg aðkoma, að koma hingað upp eftir og allt hrunið niður. En svona er þetta bara. Við búum hér og við þessu mátti kannski búast,” segir Birgir Helgason Hvergerðingur. Birgir hefur verið virkur í íþróttastarfi eldri borgara í Hamarshöll undanfarin ár. Hann segir afar slæmt að íþróttirnar leggist nú af en ætlar að vera þeim mun virkari í heimaæfingunum. Hins vegar hafi þetta ekki síður áhrif á félagslegu hliðina. Birgir Helgason hefur jákvæðnina að leiðarljósi.Vísir/Bjarni Einarsson „Við höfum verið hérna, kannski tuttugu, þrjátíu manns og upp í sextíu manns, sem höfum hist og gengið innandyra í öllum veðrum. Þannig höfum við hist þrisvar í viku,” segir hann. Hvergerðingar ætla hins vegar ekki að láta þetta á sig fá og á samfélagsmiðlum býðst hver á fætur öðrum til þess að gefa vinnu sína í þeim tilgangi að reisa höllina eins hratt og hægt er. Þannig má sjá fólk bjóða fram aðstoð við smíði, pípulagningar, eldamennsku og þannig mætti áfram telja. „Þetta er bara jákvæðni, ég held það dugi ekkert annað,“ segir Birgir. Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, segist þakklátur fyrir samstöðuna. „Við höfum fundið mikinn stuðning, bæði hér innanbæjar frá einkaaðilum, verktökum og fleirum en einnig frá nágrannasveitarfélögum sem hafa viljað styðja við bakið á okkur. Við munum alveg pottþétt nýta okkur það,” segir Friðrik. Frá síðustu æfingu eldri borgara í Hamarshöllinni á föstudag.Vísir/Birgir Helgason Hræðilegt áfall Hamarshöllin gegnir veigamiklu hlutverki í Hveragerði enda fer nær allt íþróttastarf þar fram. Sævar Helgason, skólastjóri Grunnskólans í Hveragerði, segir aðað þetta muni vafalaust hafa áhrif. „Þetta er hræðilegt áfall fyrir samfélagið en ég er ekki viss um að þetta sé farið að tikka inn strax. Þetta er nýskeð og við erum ekki farin að finna fyrir þessu, það var vetrarfrí í gær þegar ósköpin dundu yfir og ég held að krakkarnir muni taka eftir þessu í dag. Þeir eiga að fara á fótboltaæfingu úti á sparkæfingu á eftir þannig að það verður áhugavert að taka á móti köldum puttum og tám seinni partinn í dag,” segir Sævar. Hann, líkt og fleiri Hvergerðingar, nefnir sérstaklega samstöðu bæjarbúa. „Það sem þjappar hópum mest saman er sameiginlegur óvinur eða andstæðingur og þarna var rokið sameiginlegur óvinur og andstæðingur samfélagsins. Hér eru iðnaðarmenn farnir að bjóða hundrað tíma í fría vinnu og alls konar og það verður spennandi að sjá hvaða skref verða stigin næst.” „Bara með gott hjarta“ Fótboltakrakkar í skólanum, þau Eva Lillý, Hekla Maren, Heba Rut, Valdimar Helgi, Guðmundur Óli, Viktor Óli og Elmar Smári segja þetta virkilega leiðinlegt enda hafi þau lagt mikið á sig í íþróttum. Þau segjast hafa orðið bæði leið og pirruð. „Við erum búin að leggja svo mikið á okkur og reyna svo ógeðslega mikið.” Hins vegar eru þau sérstaklega þakklát íþróttafélögunum á Selfossi og Akranesi fyrir að bjóða fram aðstöðu á meðan fundin verður ný lausn. „Þeir eru bara góðir að leyfa okkur það og eru með gott hjarta.”
Hveragerði Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Íþróttir barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Fýkur eina uppblásna íþróttahús landsins? Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur áhyggjur af íþróttahúsinu í Hveragerði vegna veðurofsans sem spáð er á morgun. 29. nóvember 2014 17:26 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54
Fýkur eina uppblásna íþróttahús landsins? Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur áhyggjur af íþróttahúsinu í Hveragerði vegna veðurofsans sem spáð er á morgun. 29. nóvember 2014 17:26