Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2022 11:05 Ekki þarf lengur að staðfesta jákvæða niðurstöðu hraðprófs með PCR. Vísir/Vilhelm Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Einnig verða PCR-próf áfram í boði fyrir fólk sem þarf á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi. Allt að þriggja daga bið eftir niðurstöðu úr PCR Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru síðan og hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu er orðin allt að tveir til þrír sólarhringar. Er þetta óásættanlegur tími að mati sóttvarnalæknis. „Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga,“ segir í tilkynningunni. Áfram verður hægt að panta tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni á Heilsuveru og hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slík hraðgreiningarpróf. Sýnatakan er almenningi áfram að kostnaðarlausu. Um vika er síðan sóttvarnalæknir ákvað að hætt yrði að raðgreina öll jákvæð PCR-sýni eftir að fjöldi sýna fór fram úr raðgreiningargetu Íslenskrar erfðagreiningar og ómíkron afbrigði kórónuveirunnar varð allsráðandi hér á landi. Fyrirtækið mun áfram raðgreina ákveðið úrtak í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Jákvætt hraðgreiningapróf mun því nægja til greiningar á Covid-19 og ekki verður þörf á staðfestingu á greiningunni með PCR-prófi, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Notkun á PCR-prófum verður framvegis bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Einnig verða PCR-próf áfram í boði fyrir fólk sem þarf á neikvæðum niðurstöðum slíkra prófa að halda vegna ferðalaga erlendis en þá gegn gjaldi. Allt að þriggja daga bið eftir niðurstöðu úr PCR Hámarki PCR-greiningargetu vegna Covid-19 var náð fyrir nokkru síðan og hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu er orðin allt að tveir til þrír sólarhringar. Er þetta óásættanlegur tími að mati sóttvarnalæknis. „Þeim sem nú greinast með COVID-19 á hraðgreiningaprófi er ekki skylt að dvelja í einangrun en engu að síður eru tilmæli sóttvarnayfirvalda þau, að fólk dvelji í einangrun í 5 daga. Ef fólk er einkennalítið eða einkennalaust þá getur það mætt til vinnu en fari þá eftir leiðbeiningum um smitgát í 5 daga. Samkvæmt núgildandi reglugerð um einangrun þá er þeim sem greinast með PCR-prófi hins vegar skylt að dvelja í einangrun í a.m.k. 5 daga,“ segir í tilkynningunni. Áfram verður hægt að panta tíma í hraðpróf hjá heilsugæslunni á Heilsuveru og hjá einkafyrirtækjum sem bjóða upp á slík hraðgreiningarpróf. Sýnatakan er almenningi áfram að kostnaðarlausu. Um vika er síðan sóttvarnalæknir ákvað að hætt yrði að raðgreina öll jákvæð PCR-sýni eftir að fjöldi sýna fór fram úr raðgreiningargetu Íslenskrar erfðagreiningar og ómíkron afbrigði kórónuveirunnar varð allsráðandi hér á landi. Fyrirtækið mun áfram raðgreina ákveðið úrtak í samvinnu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að fylgjast með hvaða afbrigði berast til landsins og breiðast hér út. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30 Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52 Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 16. febrúar 2022 15:30
Ríkissjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hraðpróf Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti. 14. febrúar 2022 22:52
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. 10. febrúar 2022 15:00