Arfleiddi félagið sitt óvænt að öllum milljónunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 12:31 Karlbergs Bollklubb minntist Lennart Alm á miðlum sínum. Instagram/@karlbergs_bollklubb Svíinn Lennart Alm kom félagi sínu mikið á óvart eftir að hann kvaddi þessa jörð. Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb) Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb)
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira