Martin sáttur með lífið: Er í stóru hlutverki í mjög góðu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Martin Hermannsson hlustar á íslensk þjóðsönginn fyrir leik í undankeppni HM. S2 Sport Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar á morgun sinn fyrsta heimaleik í 732 daga þegar Ítalir koma í heimsókn á Ásvelli. Í íslenska liðinu verður Martin Hermannsson sem spilaði síðast á Íslandi í ágústmánuði árið 2019. Martin er að spila með spænska stórliðinu Valencia sem hefur ekki hleypt honum í verkefni landsliðsins undanfarin ár. Martin var aftur á móti með íslenska liðinu í Hollandi og sýndi þá styrk sinn með því að skora 27 stig í dýrmætum útisigri á Hollendingum í undankeppni HM. Guðjón Guðmundsson hitti Martin á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. „Þetta lið sem við erum búnir að tala um í nokkur ár að vilja setja saman erum allir komnir hingað fyrir utan Kristófer sem vantar,“ sagði Martin Hermannsson. Klippa: Gaupi ræddi við Martin „Við vitum að þetta verður erfitt en á sama tíma erum við að fókussa á okkur sjálfa núna. Við teljum okkur vera með lið sem getur alla vega staðið í öllum. Við erum að fara inn í þessa leiki til þess að vinna þá,“ sagði Martin sem hefur verið að spila vel á Spáni. Martin er með 10,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í sterkustu deild í Evrópu, ACB-deildinni á Spáni. „Mér líður bara vel og er í stóru hlutverki í mjög góðu liði. Okkur fjölskyldunni líður alveg hrikalega vel,“ sagði Martin en hvað þarf íslenska liðið að gera til að standa í liði eins og Ítalíu? „Það þarf svolítið allt að falla með okkur. Við þurfum að hitta á góðan skotdag, það myndi hjálpa að hitta skotum. Svo þarf varnarleikurinn okkar að vera upp á tíu á móti stórum, sterkum, fljótum og góðum skotmönnum sem þeir hafa. Það þarf allt að smella ef við ætlum að vinna,“ sagði Martin. Martin lék síðast með íslenska landsliðinu á Íslandi 17. ágúst 2019 þegar íslensku strákarnir unnu Portúgal í Laugardalshöllinni. Martin var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Martin er að spila með spænska stórliðinu Valencia sem hefur ekki hleypt honum í verkefni landsliðsins undanfarin ár. Martin var aftur á móti með íslenska liðinu í Hollandi og sýndi þá styrk sinn með því að skora 27 stig í dýrmætum útisigri á Hollendingum í undankeppni HM. Guðjón Guðmundsson hitti Martin á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. „Þetta lið sem við erum búnir að tala um í nokkur ár að vilja setja saman erum allir komnir hingað fyrir utan Kristófer sem vantar,“ sagði Martin Hermannsson. Klippa: Gaupi ræddi við Martin „Við vitum að þetta verður erfitt en á sama tíma erum við að fókussa á okkur sjálfa núna. Við teljum okkur vera með lið sem getur alla vega staðið í öllum. Við erum að fara inn í þessa leiki til þess að vinna þá,“ sagði Martin sem hefur verið að spila vel á Spáni. Martin er með 10,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í sterkustu deild í Evrópu, ACB-deildinni á Spáni. „Mér líður bara vel og er í stóru hlutverki í mjög góðu liði. Okkur fjölskyldunni líður alveg hrikalega vel,“ sagði Martin en hvað þarf íslenska liðið að gera til að standa í liði eins og Ítalíu? „Það þarf svolítið allt að falla með okkur. Við þurfum að hitta á góðan skotdag, það myndi hjálpa að hitta skotum. Svo þarf varnarleikurinn okkar að vera upp á tíu á móti stórum, sterkum, fljótum og góðum skotmönnum sem þeir hafa. Það þarf allt að smella ef við ætlum að vinna,“ sagði Martin. Martin lék síðast með íslenska landsliðinu á Íslandi 17. ágúst 2019 þegar íslensku strákarnir unnu Portúgal í Laugardalshöllinni. Martin var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins