Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2022 14:57 Fimleikaáhöld sem fyrir óveðrið voru inni í Hamarshöllinni. Nú er höllin fokin. Friðrik Sigurbjörnsson Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. „Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi. Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Eftir nokkur símtöl og skilaboð var ljóst að Hamarshöllin væri stórkostlega löskuð og bíðum við nú eftir því að veður sloti svo hægt verði að fara inn og bjarga verðmætum,“ segir Þórhallur í færslu á Facebook. „Húsið hefur þjónað öllum deildum Íþróttafélagsins Hamars en Knattspyrnudeild, Fimleikadeild og Badmintondeild hafa nær eingöngu starfsemi sína þar á meðan Körfuknattleiksdeild og Blakdeild deila með sér Íþróttahúsinu við Skólamörk.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson tók myndefnið að neðan í Hveragerði fyrir hádegið. Þá glími sunddeildin við önnurs konar vandamál í Sundlauginni Laugaskarði. Þar hafa endurbætur staðið yfir og lauk síðastliðið sumar. Þó er enn vandamál varðandi vatnið í lauginni sem hefur verið með kaldara móti undanfarið. Þórhallur segist hafa farið upp að grunni Hamarshallarinnar í morgun til að skoða ástandið. Ljóst sé að áfallið sé gríðarlegt. „Tæki og tól deildanna eru nú óvarin gegn veðuröflunum og hafa skemmst eða eru að skemmast og óvíst er hvort tryggingar nái yfir þau. Ekki lítur út fyrir að Hamarshöllinn verði auðveldlega komið upp aftur þar sem dúkurinn er rifinn á nokkrum stöðum, ljós bogin og skemmd o.fl.“ Hamarshöllin hafi þjónað ótrúlega breiðum hópi til þessa. „Fyrir utan íþróttafélagið hafa eldri borgarar hist reglulega þar sér til heilsubótar. Púttvöllur svæðisins og æfingasvæði fyrir kylfinga hafa verið mikilvæg fyrir Golfklúbb Hveragerðis og púttmótin sérlega vinsæl. Fjölbreyttir viðburðir, námskeið og mót hafa verið haldin reglulega í húsinu og ljóst að bæjarfélagið hefur misst mikið ef Höllin rís ekki á ný.“ Hamarshöllin í Hveragerði 2012 eftir að hún var blásin upp. Höllin hefur nýst mjög vel undir allskonar íþróttastarf. Nú stendur grunnurinn aðeins eftir.Valdimar Thorlacius Íþróttafélagið Hamar, sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu, hafi í gegnum árin haft öflugan hóp sjálfboðaliða og ýmsa velunnara sem hafi hjálpað félaginu og unnið þrekvirki við krefjandi aðstæður. Það er ljóst að við munum þurfa að virkja þennan hóp vel með okkur á árinu til að vinna okkur í gegnum „þessa erfiðleika. En eitt skref í einu, áfram gakk. Áfram Hamar!“ Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, telur tjónið hlaupa á hundruð milljónum króna. Um sé að ræða mikið áfall fyrir samfélagið. Nágrannabæjarfélög hafi þegar haft samband og boðið iðkendum inni í öðrum íþróttahúsum. Aðspurð hvort það hafi verið mistök að reisa húsið á sínum tíma í ljósi þess hvernig fór bendir hún á að húsið hafi staðið í tíu ár og þjónað sínum tilgangi.
Hveragerði Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Hamar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira