Dæmdur í bann út tímabilið fyrir að slá annan þjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 13:01 Juwan Howard mun ekki stýra Michigan í fleiri leikjum í deildarkeppninni á þessu tímabili. getty/John Fisher Juwan Howard, þjálfari körfuboltaliðs Michigan háskólans, hefur verið dæmdur í bann út tímabilið fyrir að kýla aðstoðarþjálfara Wisconsin í leik liðanna um helgina. Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat. Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Howard var mjög ósáttur við leikhlé sem Greg Gard, þjálfari Wisconsin, tók undir lokin, þegar úrslit leiksins voru ráðin. Wisconsin vann fjórtán stiga sigur, 77-63. Eftir leikinn áttu Howard og Gard í orðaskiptum. Aðstoðarþjálfari Wisconsin, Joe Krabbenhoft, kom aðvífandi og Howard sló til hans. Þá varð fjandinn laus og mikil ólæti brutust út. Og þau drógu dilk á eftir sér. Howard var dæmdur í fimm leikja bann sem þýðir að hann getur ekki stýrt Michigan það sem eftir lifir deildarkeppninnar. Þá þarf hann að borga fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í sekt. Gard fékk tíu þúsund Bandaríkjadala sekt og Terrence Williams og Moussa Diabate, leikmenn Michigan, og Jahcobi Neath, leikmaður Wisconsin, voru dæmdir í eins leiks bann. Howard baðst afsökunar á framferði sínu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Eftir að hafa haft tíma til hugsa um allt sem gerðist sé ég hversu óásættanlegar gjörðir og orð mín voru og hversu mikil áhrif þau höfðu. Ég biðst innilegrar afsökunar,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Howards. Michigan er í 8. sæti Big Ten deildarinnar í háskólakörfuboltanum með fjórtán sigra og ellefu töp. Howard tók við Michigan 2019. Hann lék með skólanum á árunum 1991-94 og var þá hluti af hinu svokallaða Fab Five liði ásamt Chris Webber og Jalen Rose. Howard lék svo í NBA-deildinni í hartnær tvo áratugi og varð tvisvar meistari með Miami Heat.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira