Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:17 Verkefnum mun eflaust fjölga þegar líða fer á kvöldið. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson/Björgunarsveitin Ársæll Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi. Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi.
Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira