„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 15:20 Fjórar deildir eru á leikskólanum. Stykkishólmsbær Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira