Andhverfur í veðrinu gætu leikið landsmenn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2022 10:47 Veðrið mun ekki leika við landsmenn í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem skellur á landsmönnum í dag og í nótt er tvíþætt. Suðaustan illviðri sem byrjar að herja á landið síðdegis nær hámarki í kvöld. Í nótt mætir hins vegar andhverfa þess á svæðið, skyndilegur suðvestan hvellur. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“ Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt landið í kvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Veðrið er tvíþætt. Fyrst gengur suðaustan illviðri yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. „Það hlánar dálítið meira í þessu. Það blotnar bara strax í dag, bara mjög fljótlega núna á Suður- og Vesturlandi þannig að það gæti nú flætt sums staðar. Ég held að það væri mjög snjallt núna að athuga með niðurföll,“ sagði Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur í Bítinu á morgun um veðrið. Rigningin sem fylgir suðaustanáttinni mun þó væntanlega breyttast í slyddu eftir því sem líður á kvöldið. „Þessi lægð er dálítið öðruvísi sem oftast er, því það heldur ekki áfram að hlýna alveg þangað til að vindurinn gengur niður. Strax í kvöld gæti alveg kólnað aftur án þess að vindurinn sé genginn niður. Það gæti verið slydda í rokinu í kvöld,“ sagði Haraldur. Suðaustanáttin trekkir sig í gang, suðvestanáttin kemur skyndilega Suðaustanáttin mun byggja upp taktinn frá og með seinniparti dagsins. „Þessi suðaustanátt sem kemur núna er þannig að það hvessir smám saman allan daginn. Svo nær hún hámarki í kvöld skömmu fyrir miðnætti og dettur svo snögglega niður,“ sagði Haraldur. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á landinu öllu í kring um miðnætti í kvöld.Veðurstofa Íslands Suðvestanóveðrið sem tekur við og skellur á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun mun haga sér öðruvísi. „Vestanáttin sem kemur á eftir er andhverfan. Hún kemur mjög snögglega inn. Það getur hvesst mjög mikið frá nánast hægviðri í ofsaveður á hálftíma, jafn vel skemmri tíma,“ „Hún er að sumu leyti svolítið hættulegri fyrir þá sem eiga ekki von á henni. Svo gengur hún hægt niður. Þetta er ekki gengið almennilega niður fyrr en annað kvöld,“ sagði Haraldur. Reikna má með slæmu veðri um allt land og allt útlit er fyrir að færð á vegum spillist. „Þetta verður að jafnaði verst á Suður- og Vesturlandi en það verður slæmt fyrir norðan og austan líka.“
Veður Samgöngur Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45 Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Appelsínugul viðvörun allsstaðar á landinu í kvöld Verulega slæmu veðri er spáð á landinu öllu í kvöld og í nótt. Gul veðurviðvörun tekur vildi víða um land um miðjan daginn í dag en verður svo að appelsínugulri viðvörun þegar líður á kvöldið. 21. febrúar 2022 06:45
Útilokar ekki að rauð viðvörun verði gefin út í fyrramálið Búist er við aftakaveðri á landinu öllu annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags. Búið er að gefa út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt en veðurfræðingur útilokar ekki að viðvörunargildi verði hækkað upp í rautt fyrir Suðurland. 20. febrúar 2022 22:55