Gömul NBA-stjarna sló til annars þjálfara í háskólaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Juwan Howard er nú þjálfari Michigan Wolverines. Getty/Michael Hickey Mikil læti brutust út í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir leik í gær, leik sem vannst þó örugglega með fjórtán stiga mun. Ástæðan var að gömul stjarna úr NBA-boltanum var ekki par sáttur með leikhlé þjálfara hins liðsins undir blálok leiksins. Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Juwan Howard er nú þjálfari Michigan liðsins og lið hans mætti Wisconsin í gær. Wisconsin vann öruggan fjórtán stiga sigur, 77-63. Það sem kveikti bálið í Howard var leikhlé sem Wisconsin tók þegar aðeins fimmtán sekúndur voru eftir og liðið fimmtán stigum yfir. Juwan Howard strikes Wisconsin assistant Joe Krabbenhoft after Michigan-Wisconsin game pic.twitter.com/fbv0WKzbT6— Bleacher Report (@BleacherReport) February 20, 2022 Howard var mjög æstur þegar þjálfararnir komu saman til að þakka fyrir leikinn og úr urðu slagsmál. Greg Gard, þjálfari Wisconsin, og Howard héldu handtakinu sínu á milli lengi og það urðu orðaskipti þeirra á milli en svo varð allt vitlaust. Howard setti puttann í andlitið á Gard og greip í peysuna hans en þá kom aðstoðarmaður Gard, Joe Krabbenhoft, aðvífandi. Það endaði með því að Howard sást slá til Krabbenhoft. "Apparently, he didn't like that I called a timeout."Wisconsin coach Greg Gard explains what led to the postgame fight with Juwan Howard and the Michigan team. pic.twitter.com/tjgRpGsCQB— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) February 20, 2022 Þjálfararnir voru því lítil fyrirmynd og æstu upp leikmenn sinna liða sem létu líka einhverjir hnefana tala. Moussa Diabate og Terrance Williams hjá Michigan og hjá Jahcobi Neath hjá Wisconsin gætu hafa komið sér í mestu vandræðin. Howard hélt því fram eftir leikinn að einhver hjá Wisconsin hefði ýtt honum og þess vegna brást hann svona illa við. Big Ten deildina mun taka málið fyrir og það er von á hörðum refsingum. Juwan Howard lék í NBA-deildinni í næstum því tuttugu ár og var aðstoðarþjálfari Miami Heat í sex ár þar á eftir. Hann varð NBA meistari með Heat liðinu 2012 og 2013 en alls skoraði Howard 13,4 stig og tók 6,1 frákast að meðaltali í 1208 leikjum sínum í NBA-deildinni. Það má sjá þessi læti hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira