Carra: Leeds leikurinn nú kannski mikilvægari fyrir Liverpool en úrslitaleikurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Sadio Mane skorar hér markið sitt á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/ Joe Prior Þetta er stór vika fyrir Liverpool á heimavígstöðvunum. Deildarleikur á Anfield á miðvikudagskvöldið og svo úrslitaleikur enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn. Eftir úrslit helgarinnar er deildarleikurinn orðinn stærri en áður. Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, fagnaði því að fá meiri spennu í titilbaráttuna eftir að Liverpool vann upp þrjú stig á topplið Manchester City um helgina. Liverpool vann sinn leik á móti Norwich á meðan Manchester City tapaði á heimavelli á móti Tottenham. Það þýðir að nú munar sex stigum á City og Liverpool auk þess að Liverpool á einn leik til góða. Hann er á móti Leeds á miðvikudaginn kemur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Nú líður manni eins og deildarleikurinn á móti Leeds á miðvikudaginn sé orðinn mikilvægari en bikarúrslitaleikurinn á móti Chelsea á sunnudaginn,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. Liverpool hefur aldrei orðið bikarmeistari undir stjórn Jürgen Klopp, hvorki í enska bikarnum né í enska deildabikarnum. „Það er kannski smá von að fæðast um að Liverpool geti gert eitthvað í titilbaráttunni og hún birtist kannski fyrst þegar Manchester City tapaði stigum á móti Southampton. Það var í fyrsta sinn í langan tíma sem þeir misstu af einhverjum stigum,“ sagði Carragher. „Þú sérð sjaldan lið Pep Guardiola láta ýta sér svona aftarlega á völlinn eins og á móti Tottenham. Ég myndi því segja að þeir séu í heita sætinu. Það er samt risastórt verkefni fyrir öll lið að gera eitthvað á móti City og það verður ekki auðvelt fyrir gæðalið eins og Liverpool að koma hingað og vinna,“ sagði Carragher. „Það frábæra við þessi úrslit, ekki bara fyrir stuðningsmenn Liverpool, heldur fyrir allt landið er að það lítur núna út fyrir það að við fáum baráttu um titilinn. Fyrir fjórum eða sex vikum þá leit alls ekki út fyrir það. Vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira