Beið alla Ólympíuleikana eftir því að fá að keppa en villtist síðan í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 08:30 Sophia Laukli var skiljanlega mjög svekkt að hafa gert þessi mistök. Getty/Patrick Smith Eina grein bandarísku skíðagöngukonunnar Sophia Laukli var ekki fyrr en á lokadegi keppninnar. Eftir að hafa beðið alla leikana eftir því að fá að keppa þá er ekki hægt að segja að hlutirnir hafi gengið eins og í sögu. Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sophia var grátandi og niðurbrotin í lok 30 kílómetra göngu eftir að hafa gert risastór mistök í göngunni. Hin 21 árs gamla Sophia er af norskum ættum og talar norsku reiprennandi. Leikarnir í Peking voru hennar fyrstu en hún keppir fyrir Bandaríkin. Hún þurfti aftur á móti að bíða lengi eftir einu greininni sinni. Sophia Laukli körde fel i sitt enda OS-lopp bryter ihop https://t.co/SrezMoQA1L— Sportbladet (@sportbladet) February 20, 2022 Spennan var örugglega mikil hjá henni eftir að hafa horft upp á alla í Ólympíuliði Bandaríkjanna keppa í sínum greinum. Hún var búin að bíða og bíða í Ólympíuþorpinu. „Það hefur reynt á. Ég var mjög spennt fyrir keppninni en það hefur verið erfitt að halda uppi andanum allan þennan tíma,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Þegar á hólminn var komið þá tókst henni að klúðra göngu sinni á vandræðalegan hátt. Í lok göngunnar villtist hún af leið eftir að hafa verið í góðum gír. Hún þurfti á endanum að snúa við og ganga til baka. Hún keppti því í aðeins meira en 30 kílómetra göngu. Sophia fór væntanlega um fimmtíu metra áður en hún áttaði sig á mistökum sínum. Hún endaði í fimmtánda sætinu. OHHH NOOO! Jarl Magnus Riiber lässt grüßen. Sophia Laukli verläuft sich kurz vor dem Ziel und wird durchgereicht... pic.twitter.com/w7xhStII93— Eurosport DE (@Eurosport_DE) February 20, 2022 Eftir keppnina talaði Sophia um að það hafi verið erfitt að sjá merkingarnar í vindinum og skafrenningnum. „Ég átti mig ekki alveg á því sem gerðist. Það var þarna mikill skafrenningur sem kæfði merkingarnar en líklega var þetta blanda af þreytu og því að ég sá ekki hvert ég var að fara,“ sagði Sophia. „Ég byrjaði að gráta. Ég vissi að þetta hefði verið góð ganga hjá mér. Það var erfitt að sætta sig við að gera svona kjánaleg mistök í lokin,“ sagði Sophia Laukli í viðtali við Expressen. Fyrir þremur árum missti hin austurríska Teresa Stadlober af bronsverðlaunum eftir að hafa villst af leið og fyrr á þessum leikum þá gerði Norðmaðurinn Jarl Magnus Riiber svipuð mistök í 10 kílómetra göngu. „Auðvitað er ég súr yfir þessu en annars er ég mjög ánægð með gönguna,“ sagði Sophia.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira