Skilur ekki af hverju fjölmiðlar reyna að búa til vandamál milli sín og félagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2022 07:01 Antonio Conte furðar sig á því að verið sé að reyna að skapa vandamál á milli sín og Tottenham. Marc Atkins/Getty Images Antonio Conte, knatsspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt fjölmiðla á Bretlandseyjum fyrir að reyna að búa til vandamál á milli sín og félagsins sem hann þjálfar. Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Í samtali við Sky Italia í vikunni sagði Conte að hann væri með lakara lið í höndunum eftir félagsskiptagluggann í janúar heldur en fyrir hann, en stjórinn segir nú að hann hafi bara verið að tala um fjölda leikmanna sem hann hefur yfir að ráða. „Fyrirgefðu, en þessi ummæli fóru aðeins í mig,“ sagði Conte. „Ég skil ekki af hverju einhver vill reyna að búa til vandamál í kringum mig. Ekki bara núna, heldur líka hérna áður fyrr.“ „Ég hef lesið greinar um félagið og þetta býr til vandamál á milli þjálfarans, formannsinns og félagsins. Formaðurinn veit alveg hvað ég er að hugsa.“ Conte fékk tvo leikmenn til liðs við félagið í janúar, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Á sama tíma yfirgáfu Dele Alli, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil Lundúnaliðið, en þeir þrír síðastnefndu fóru á láni. Í viðtali Conte við Sky Italia talaði Ítalinn einnig um sýn Tottenham á félagsskiptamarkaðinn og það að félagið reynir frekar að búa til leikmenn í staðin fyrir að kaupa þá. „Í þessu viðtali eftir janúargluggann þá spurðu þeir mig hvort að ég væri ánægður og ég sagði að félagið hafi gert eins vel og þeir gátu.“ „Við misstum fjóra leikmenn og ég sagði að það væru mikilvægir leikmenn fyrir liðið. Þessir leikmenn fóru á láni og Tottenham borgaði mikið af peningum fyrir þá. Þegar þú eyðir mikið af peningum í leikmann þá þýðir það að það er mikilvægur leikmaður.“ „Við þurfum að vera vakandi í framtíðinni af því að við þurfum leikmenn sem eru vanir því að spila í þessari deild. Og í seinasta viðtali þá talaði ég um fjölda, þegar þú missir fjóra mikilvæga leikmenn sem þú borgaðir háar fjárhæðir fyrir, og færð tvo í staðinn.“ Þá hafa einnig sögusagnir um það að Conte sé óánægður hjá Tottenham verið á sveimi, en Ítalinn þvertók fyrir það. „Ég hef alltaf sagt að ég nýt mín vel hjá Tottenham og nýt þess að vinna með þessum leikmönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ sagði Conte. „Síðan eigum við fjóra mánuði eftir af tímabilinu til að gera okkar besta og reyna að enda á sem bestum stað í töflunni. Svo sjáum við til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira