Vilja að fyrirtæki sem greiddu sér út arð endurgreiði ríkinu styrki Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. febrúar 2022 11:56 Ragnar Þór situr í miðstjórn Alþýðusambandsins. vísir/vilhelm Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór. Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Alþýðusambandið lagði áherslu á það í faraldrinum að ríkið myndi setja fyrirtækjum ströng skilyrði áður en þau gætu sótt sér styrki. Slík skilyrði voru sett fyrir hlutabótaleiðinni en sambandið gagnrýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrirtækja eins og til dæmis lokunarstyrki, tekjufallsstyrki og frestanir á opinberum gjöldum. Og nú vill verkalýðshreyfingin að það verði kortlagt nákvæmlega hvaða fyrirtæki nýttu sér styrkina og hversu mikið. Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda „Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er áætlað að fyrirtæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arðgreiðslur og uppkaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og annar varaforseti miðstjórnar Alþýðusambandsins. Eðlilegast væri að einhver fyrirtæki yrðu krafin um að endurgreiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér. „Ef það kemur í ljós að fyrirtæki sem að eru einmitt að greiða sér út háar arðgreiðslur, setja upp einhver bónuskerfi eða hækka laun stjórnenda um margfalt það sem þau telja vera eðlilegt að gerist á almennum vinnumarkaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endurgreiddir,“ segir Ragnar Þór. Hann segir að afar ströng skilyrði séu alltaf sett á alla aðstoð sem einstaklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis atvinnuleysisbætur, fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna og sértæk úrræði í faraldrinum eins og frystingu lána. „Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauðsynlegt að fólk almennt, bara almenningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrirtæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór.
Stéttarfélög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. 11. febrúar 2022 14:26