Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2022 16:06 Sigurður Kristján Grímlaugsson tjáði fréttastofu í gær að atvikið hefði verið gríðarlega óþægilegt. Vísir/Vilhelm/Aðsend Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni. Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn. Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Um var að ræða aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem leitað var að skotmanni sem skaut og særði par í Grafarholtinu í Reykjavík. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við leitina að skotmanninum. Leitin fór meðal annars fram í Kórahverfinu. Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í fjölbýlishúsi í Kórahverfinu, lýsti því í viðtali við Vísi í gær þegar hann var vakinn á sjötta tímanum af þremur sérsveitarmönnum. Hann hafi verið heima ásamt konu sinni og tveimur ungum strákum. Öll hafi verið sofandi en eiginkona hans vaknaði við símhringingu frá lögreglu. Sigurður Kristján lýsti atburðarásinni í viðtalinu í gær og þar kom meðal annars fram að einn sérsveitarmaður hafi miðað á hann byssu. Þeir hafi ítrekað spurt hann út í byssumanninn. Samræðurnar hafi farið fram og til baka en hann hafi á endanum orðið pirraður. „Svo ætla ég bara að standa upp og er kominn með nóg og þá er ég sleginn með skildinum í bringuna þannig að ég dett aftur í rúmið.“ Sigurður segir að sérsveitarmennirnir hafi haldið því fram að meintur byssumaður væri með skráða búsetu í íbúð þeirra. Þegar hann grennslaðist fyrir daginn eftir kannaðist Þjóðskrá ekki við málið og í ljós hafi komið að engin gögn væru til um búsetu meinta byssumannsins í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að meintur skotmaður hafi verið skráður til heimilis í húsinu í kerfum lögreglu. „Lögreglan hafði símasamband við húsráðanda í þessari íbúð og honum var tjáð að lögreglan væri að leita að meintum skotmanni sem væri skráður þarna til heimilis. Sérveitarmenn voru meðvitaðir um að börn væru inni í íbúðinni og fóru því með séstakri aðgát. Húsráðandi hitti fjóra sérsveitarmenn á stigagangi hússins og tjáði þeim að grunaður skotmaður væri ekki inni í íbúðinni og hleypti þeim inn í íbúðina til þess að staðfesta það,“ segir í tilkynningunni. Þrír sérsveitarmenn hafi farið inn í íbúðina til þess að staðfesta að karlmaður, sem var þar inni, væri ekki meintur skotmaður. Að því loknu hafi sérsveitin yfirgefið vettvang en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu verið áfram á svæðinu. „Þeir sérsveitarmenn sem fóru inn í íbúðina beindu aldrei vopni að neinum sem var þar inni. Það er hins vegar vel skiljanlegt að sá sem vaknar upp af svefni og sér sérsveitarmenn í fullum aðgerðargalla inni hjá sé brugðið. Fulltrúar embættis ríkislögreglustjóra leggja sig fram við að koma fram af virðingu við samborgara sína í öllum verkefnum lögreglunnar og það á sannarlega líka við í aðgerðum sem þessum sem krefjast aukins viðbúnaðar.“ Karlmaðurinn var handtekinn í húsi við Miklubraut síðar um daginn.
Skotárás í Grafarholti Kópavogur Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43 Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11 Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Vaknaði við þungvopnaða sérsveitarmenn: „Sá þriðji stóð þarna og miðaði á mig með byssu“ Sigurður Kristján Grímlaugsson, íbúi í Kópavogi, var vakinn laust eftir klukkan hálf sex um nótt af þremur vopnuðum sérsveitarmönnum aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku. Sérsveitarmennirnir leituðu árásarmannsins úr skotárásinni í Grafarholti sem hafði átt sér stað um klukkustund áður en Sigurður kveðst enga tengingu hafa við málið. 16. febrúar 2022 18:43
Tveir nú í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar í Grafarholti Tveir karlar á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsókar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Grafarholti í Reykjavík í fyrrinótt. 11. febrúar 2022 13:11
Byssumaðurinn er góðkunningi lögreglunnar Karlmaðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa skotið á karl og konu í Grafarholtinu í nótt hefur þrátt fyrir ungan aldur endurtekið komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir vopnaburð án tilskilinna leyfa. 10. febrúar 2022 13:54