Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:54 Tölvumynd af fyrirhugum fiskeldisgarði. Samherji Fiskeldi ehf. Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar. Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Fiskeldisstöðin mun samanstanda af seiðastöð með 6 þúsund rúmmetra eldisrými, áframeldisstöð með 410 þúsund rúmmetra eldisrými, hreinsistöð og sláturhúsi ásamt þjónustubyggingum. Þetta kemur fram í umsögn Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrirtækisins. Samherji hefur áður greint frá því að heildarfjárfesting verkefnisins muni nema 45 milljörðum króna. Í umsögninni segir að „standandi lífmassi“ verði að hámarki 20 þúsund tonn. Laxahrogn verði fengin frá Stofnfiski og bleikjuhrogn frá Hólum eða klakfiskastöð Samherja í Sigtúnum. „Til framleiðslunnar þarf um 20.000 l/s af jarðsjó sem áformað er að bora eftir innan lóðar, 3.200 l/s af 32-37°C ylsjó sem kemur frá Reykjanesvirkjun og 50 l/s af ferskvatni sem verður leitt inn á lóðina 2 með veitukerfi HS-Orku. Fast efni verður síað úr frárennsli í hreinsistöð áður en því verður veitt til sjávar,“ segir í umsögninni. Frárennslið á við fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa Í umsögninni er meðal annars fjallað um áfangaskiptingu uppbyggingar starfseminnar, lóðarval og nauðsyn þess að meta áhrif framkvæmdanna á náttúrfar á svæðinu. Þá segir að meta þurfi áhrif af grunnvatnsvinnslu, meðal annars aðrennslissvæði vatnsbóla, umfang niðurdráttar og breytingar á seltu. „Jafnframt þarf mat á áhrifum á grunnvatn að svara því hvort og þá hvernig vatnstaka Eldisgarðs Samherja fiskeldis takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu. Meta þarf sérstaklega hvaða áhrif bág staða grunnvatns í náttúrulegum sveiflum hefur á vatnsvinnslu á svæðinu,“ segir í álitinu. Í því er er einnig vitnað til umsagnar Hafrannsóknarstofnunar sem bendir á að gera þurfi grein fyrir tilhögun frárennslis, meðal annars með tilliti til mengunar. Um mjög stóra framkvæmd sé að ræða og ef frárennsli verði það sama og áætluð vatnstaka þá verði það um það bil fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Samherji segir jákvæða áhrif hins vegar verða þau að frárennslisvatn frá fiskeldisstöðinni muni þynna út frárennsli Reykjanesvirkjunar og þar með lækka hitastig og kísilinnihald þess. Veðurstofa bendir á nauðsyn þess að vakta ástand grunnvatnsveitisins en fiskeldi sé í miklum vexti á svæðinu og mikilvægt að settir séu fram gæðastaðlar, viðmið og viðbragðsáætlun þannig að tryggt sé að veitirinn anni áformaðri vatnstöku. Tryggja þurfi að ástandið sé ásættanlegt og innan viðunandi marka, til dæmis hvað varðar niðurdrátt á svæðinu og breytingar á seltu. Álit Skipulagsstofnunar.
Fiskeldi Reykjanesbær Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira