Eyjólfur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 14:40 Eyjólfur Gíslason. Aðsend Eyjólfur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira