Tengdasonur Akureyrar villtist og missti af ÓL-gulli Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 08:01 Jarl Magnus Riiber og Sunna Margrét Tryggvadóttir eiga dótturina Ronju. Riiber þykir bestur í heimi í tvíkeppni en gerðist sekur um slæm mistök í Peking, nýlosnaður úr einangrun. @riiberjarl/Getty Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar langt var komið í tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær, og missti þar með af ólympíugulli. Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira
Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Sjá meira