Ekkert sem minnir á vorið að finna í langtímaspá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 12:51 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur trú á að landsmenn nái að aðlagast veðurfarinu. Hann segir að vetrarveðráttan á Íslandi sé síbreytileg en mikill snjóþungi ætti þó ekki að koma mikið á óvart. vísir/vilhelm Á suðvesturhorninu horfir nú allt til betri vegar hvað veður og færð snertir en hægfara skil munu plaga íbúa á Suðausturlandi í dag þar sem allt útlit er fyrir samgöngutruflanir. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“ Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar og Bliku kveðst ekki sjá neitt sem minni á vorið í langtímahorfum. Íslendingar verði að aðlagast veðurfarinu - þeir hafi löngu sýnt að þeir séu þess megnugir. Það er ekki ofsögum sagt að hríðarveðrið í gær hafi sett samgöngur á suðvesturhorninu í uppnám en um tvöleytið er stefnt að opnun vegar um Hellisheiði. Vegurinn um Krýsuvík er hins vegar lokaður og það sama gildir um Mosfellsheiði en unnið er að mokstri. Suðvestantil herðir á frosti og er útlit fyrir að þar verði flughált í dag. Einar segir að skilin séu nú farin austur yfir. Gul hríðarviðvörun mun gilda á landinu suðaustanverðu til klukkan 17.00 síðdegis. „Það hefur heilmikill krapi fallið á vegi austan Víkur í nótt og í morgun. Úrkoman er að ágerast austur með ströndinni. Þau fara það hægt yfir þessi skil og jafnvel koma til baka að austan þeirra draga þau upp raka; snjókomu til fjalla og slyddu og rigningu á láglendi þannig að það er nú útlit fyrir að það verði hríðarveður meira og minna í dag og á morgun til dæmis á Fjarðarheiðinni og á Fagradal sem er nú þjóðbrautin þeirra fyrir austan að þar verður samfelld snjókoma meira og minna líka til morguns þannig að það er nú ekki útilokað og eiginlega bara mjög líklegt að snjórinn þar eigi eftir að valda einhverjum samgönguerfiðleikum á Austfjörðum.“ Lengi var útlit fyrir að djúp lægð sem nú er í Færeyjum myndi valda usla hér á landi á morgun en Einar segir að nú líti út fyrir að Ísland sleppi nokkuð vel. Næstu daga verður veðrið nokkuð skaplegt, ef suðausturhluti landsins er tekinn út fyrir sviga. Langtímahorfur sýni þó ekkert sem minni á vorið. „Við þurfum bara að aðlagast veðrinu og veðurfarinu og við höfum sýnt það hingað til að við erum þess alveg megnug.“
Veður Vegagerð Tengdar fréttir Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29 Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17 Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Stefnt að opnun Hellisheiðar um hádegi Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli. 15. febrúar 2022 08:29
Vindur róast en reikna má með slyddu eða snjókomu Nú er vindur að róast á Suður- og Vesturlandi, þar má þó búast við slyddu eða snjókomu fram eftir morgni. Eftir hádegi er útlit fyrir stöku él á þessum slóðum. 15. febrúar 2022 07:17
Mikilvægt að moka strax áður en allt verður grjóthart Útlit er fyrir suðvestan storm á Suður- og Vesturlandi í nótt og verða gular viðvaranir víða í gildi vegna veðurs. Að sögn Haralds Ólafssonar veðurfræðings verður lítil úrkoma og ekki mikil hláka. 14. febrúar 2022 23:39