Áttundi í röð hjá Boston Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2022 07:31 Jayson Tatum var í ham í sigri Boston Celtics gegn Atlanta Hawks. Getty/Maddie Malhotra Boston Celtics halda fluginu áfram í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í röð í gær með 105-95 sigri gegn Atlanta Hawks. Jayson Tatum fór fyrir liði Boston og skoraði 38 stig og tók tíu fráköst. Boston hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Atlanta í vetur og var 55-45 undir í hálfleik í gær, auk þess sem Trae Young skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks. Þá hrukku heimamenn hins vegar í gír og skoruðu tólf stig í röð, og þeir unnu þriðja leikhlutann raunar 42-23 og lögðu með því grunninn að sigrinum. Jayson Tatum was getting buckets all over the court as he lifted the @celtics to their 8th-straight-win! #BleedGreen@jaytatum0: 38 PTS | 10 REB | 4 3PM pic.twitter.com/eXYzERPdck— NBA (@NBA) February 13, 2022 Young var stigahæstur Atlanta með 30 stig og átti tíu stoðsendingar þar að auki. Eftir átta sigra í röð er Boston í sjötta sæti austurdeildarinnar, með 33 sigra og 25 töp, og laust við umspil fyrir úrslitakeppnina eins og staðan er núna. Atlanta er hins vegar í 10. sætinu með 26 sigra og 30 töp. Í hinum leik gærdagsins unnu Minnesota Timberwolves 129-120 útisigur gegn Indiana Pacers. Karl-Anthony Towns var í stóru hlutverki og skoraði 15 stig fyrir Minnesota og tók 13 fráköst. Anthony Edwards var stigahæstur með 37 stig. Hjá Indiana voru þeir Oshae Brissett og Tyrese Haliburton stigahæstir með 22 stig hvor. Minnesota er í 7. sæti vesturdeildarinnar með 30 sigra og 27 töp en Indiana er langt frá sæti í úrslitakeppni með 19 sigra og 39 töp, í þrettánda og þar með þriðja neðsta sæti austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Jayson Tatum fór fyrir liði Boston og skoraði 38 stig og tók tíu fráköst. Boston hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Atlanta í vetur og var 55-45 undir í hálfleik í gær, auk þess sem Trae Young skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks. Þá hrukku heimamenn hins vegar í gír og skoruðu tólf stig í röð, og þeir unnu þriðja leikhlutann raunar 42-23 og lögðu með því grunninn að sigrinum. Jayson Tatum was getting buckets all over the court as he lifted the @celtics to their 8th-straight-win! #BleedGreen@jaytatum0: 38 PTS | 10 REB | 4 3PM pic.twitter.com/eXYzERPdck— NBA (@NBA) February 13, 2022 Young var stigahæstur Atlanta með 30 stig og átti tíu stoðsendingar þar að auki. Eftir átta sigra í röð er Boston í sjötta sæti austurdeildarinnar, með 33 sigra og 25 töp, og laust við umspil fyrir úrslitakeppnina eins og staðan er núna. Atlanta er hins vegar í 10. sætinu með 26 sigra og 30 töp. Í hinum leik gærdagsins unnu Minnesota Timberwolves 129-120 útisigur gegn Indiana Pacers. Karl-Anthony Towns var í stóru hlutverki og skoraði 15 stig fyrir Minnesota og tók 13 fráköst. Anthony Edwards var stigahæstur með 37 stig. Hjá Indiana voru þeir Oshae Brissett og Tyrese Haliburton stigahæstir með 22 stig hvor. Minnesota er í 7. sæti vesturdeildarinnar með 30 sigra og 27 töp en Indiana er langt frá sæti í úrslitakeppni með 19 sigra og 39 töp, í þrettánda og þar með þriðja neðsta sæti austurdeildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira