Ívar býður sig fram í stjórn KSÍ: „Skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 23:16 Ívar Ingimarsson og Ole Gunnar Solskjær í baráttunni í leik Reading og Manchester United fyrir þónokkrum árum síðan. Getty Images Ívar Ingimarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og atvinnumaður til fjölda ára, hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem fram fer undir lok mánaðarins. Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson Fótbolti KSÍ Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Ívar Ingimarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ en ársþing sambandsins fer fram á Ásvöllum í Hafnafirði nú undir lok febrúarmánaðar. Mikið hefur mætt á sambandinu að undanförnu og reikna má með áhugaverðu þingi. Ívar er knattspyrnuunnendum hér á landi vel kunnugur enda lék hann 30 A-landsleiki frá árunum 1998-2007. Þá lék hann lengi vel sem atvinnumaður á Englandi en hann flutti utan árið 1999 og lauk ferlinum ekki fyrr en 2012. Hann lék við góðan orðstír hjá Reading en á ferli sínum ytra lék hann einnig með Torquay United, Brentford, Wolverhampton Wanderers, Brighton & Hove Albion og Ipswich Town. Tilkynningu Ívars má sjá hér að neðan. Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Það skiptir máli að fjölbreyttar raddir alls staðar af landinu heyrist þegar ákvarðanir varðandi KSÍ eru teknar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar KSÍ á aðildarþingi þess sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Mikilvægt er að börn og unglingar út um allt landi viti að það sé vel fylgst með þeim og leggi þau sig fram og sýni hæfileika eigi þau möguleika á að komast inn í yngri landslið sambandsins. Því er þarft að leita leiða til að efla enn frekar góða vinnu hæfileikamótunnar KSÍ. Halda þarf áfram þeirri vegferð að jafna út ferðakostnað liða, ekki síst er kemur að ferðalögum barna og unglinga. Slíkt þarf að gerast með aðkomu hins opinbera. Gríðarlega mikilvægt er að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu en samhliða slíkri uppbyggingu verður að byggja upp betri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í öllum landsfjórðungum. Þannig styrkjum við grasrótina og stuðlum að heilbrigðu knattspyrnuumhverfi sem skilar okkur öflugri leikmönnum í félagslið og landslið. Til að landsliðin geti hámarkað árangur sinn þurfa þjálfarar, leikmenn og starfsmenn liðanna stuðning og rétt umgjörð, ég tel mig geta lagt mitt að mörkum þar. Bestu kveðjur að austan, Ívar Ingimarsson
Fótbolti KSÍ Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Sjá meira