Fengu innblástur frá Cool Runnings og eru mættir á Vetrarólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 16:32 Jamaíkumenn beittu frumlegum aðferðum við að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika á kórónuveirutímum. Hér er Shanwayne Stephens að ýta bíl með liðsfélaga sinn Nimroy Turgott við stýrið, í Peterborough á Englandi þar sem Stephens býr. Getty/Shaun Botterill Margir muna eftir ævintýri Jamaíkumannanna sem tóku þátt í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988, sem kvikmyndin Cool Runnings fjallar um. Jamaíka á aftur lið í keppninni í ár. Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“ Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Það kann að koma spánskt fyrir sjónir að frá karabísku eyjunni Jamaíku, þar sem aldrei snjóar, komi keppendur til að taka þátt á Vetrarólympíuleikum. Þannig var það þó þegar Dudley Stokes, Devon Harris, Michael White og Chris Stokes ruddu brautina með því að keppa í bobsleðakeppninni í Calgary. „Þeir veittu okkur innblástur og við munum veita næstu kynslóð innblástur,“ sagði Ashley Watson sem keppir í Peking í ár, bæði í tveggja manna og fjögurra manna sleðakeppninni. Þeir Watson og Shanwayne Stephens keppa í tveggja manna keppninni og náðu 24. besta tímanum á æfingu í dag. Keppir í eins manns sleðakeppni kvenna Hin jamaíska Jazmine Fenlator-Victorian mun einnig keppa á leikunum, í eins manns sleðakeppni sem er ný grein á leikunum. Jamaísku keppendurnir verða væntanlega ekki nálægt neinum verðlaunasætum á Vetrarólympíuleikunum en ætla sér að halda áfram að vinna hug og hjörtu áhorfenda um allan heim eins og landar þeirra gerðu á sínum tíma, með dansi og gleði líkt og á setningarathöfninni. Ætla að gera aðdáendur Cool Runnings stolta „Við höfum fengið skilaboð alls staðar að úr heiminum, ekki bara frá Jamaíku. Fólk segist ætla að styðja okkur áfram rétt eins og við værum frá þeirra landi,“ sagði Stephens og bætti við: „Ástin er sönn og við getum ekki beðið eftir því að fá að gera jamaísku þjóðina, og alla aðdáendur Cool Runnings, stolta.“
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Jamaíka Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira