Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 13:35 Fannar Ingi Friðþjófsson í Hipsumhaps safnaði 400.000 krónum fyrir Votlendissjóð með sölu á plötinni Lög síns tíma. Vísir/Vilhelm Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.” Eitt af þemum plötunnar sem kom út í haust eru baráttumál náttúrunnar, einna helst í samhengi við þá staðreynd að sumir hlutir eru ekki varanlegir. Eins og við fjölluðum um hér á Vísi var fram til 1. janúar hægt að eignast stafrænt eintak af plötunni í gegnum heimasíðu hljómsveitarinnar. Var tilkynnt áður að allur ágóði myndi renna til Votlendissjóðs. Eftir það var platan ekki lengur aðgengileg á streymisveitum og ber hún þar með nafn með rentu: Lög síns tíma. „Votlendissjóðurinn þakkar Hipsumshaps fyrir þetta einstaka frumkvæði. Sjóðurinn hefur veitt fjármununum viðtöku og þeir fara í góð verkefni á þessu ári,“ segir í tilkynningu um gjöfina. „Fólki finnst frekar djarft að ég sé að gera þetta við verk sem að ég hef lagt allt mitt í sölurnar við að skapa. En svo þegar samræðurnar eiga sér stað að þá er þetta fullkomið fyrir konseptið. Á endanum ræður það ferðinni,“ sagði Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Lífið á Vísi þegar hann tilkynnti þetta söfnunarverkefni. „Hún meikar bara sens. Lög síns tíma. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni svona þegar þú pælir í því.“ Verkið „Lifandi Votlendi“ var sýnt í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi í tengslum við Vetrarhátíð og Alþjóðlegan dag votlendis. Samkvæmt tilkynningu frá Votlendissjóði lögðu margir leið sína í Ráðhúsið. „Þar kynntum við gestum og gangandi starfsemi sjóðsins um leið og fólk naut þess að skoða verkið „Lifandi Votlendi.” Við þökkum einnig listakonunni Katerina Blahutova fyrir þetta frábæra frumkvæði og starfsfólki og skipuleggjendum Vetrarhátíðar fyrir frábært samstarf,“ segir enn fremur í tilkynningu sjóðsins. Tónlist Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. 19. október 2021 20:01 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Eitt af þemum plötunnar sem kom út í haust eru baráttumál náttúrunnar, einna helst í samhengi við þá staðreynd að sumir hlutir eru ekki varanlegir. Eins og við fjölluðum um hér á Vísi var fram til 1. janúar hægt að eignast stafrænt eintak af plötunni í gegnum heimasíðu hljómsveitarinnar. Var tilkynnt áður að allur ágóði myndi renna til Votlendissjóðs. Eftir það var platan ekki lengur aðgengileg á streymisveitum og ber hún þar með nafn með rentu: Lög síns tíma. „Votlendissjóðurinn þakkar Hipsumshaps fyrir þetta einstaka frumkvæði. Sjóðurinn hefur veitt fjármununum viðtöku og þeir fara í góð verkefni á þessu ári,“ segir í tilkynningu um gjöfina. „Fólki finnst frekar djarft að ég sé að gera þetta við verk sem að ég hef lagt allt mitt í sölurnar við að skapa. En svo þegar samræðurnar eiga sér stað að þá er þetta fullkomið fyrir konseptið. Á endanum ræður það ferðinni,“ sagði Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Lífið á Vísi þegar hann tilkynnti þetta söfnunarverkefni. „Hún meikar bara sens. Lög síns tíma. Það er eiginlega ekkert annað í stöðunni svona þegar þú pælir í því.“ Verkið „Lifandi Votlendi“ var sýnt í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi í tengslum við Vetrarhátíð og Alþjóðlegan dag votlendis. Samkvæmt tilkynningu frá Votlendissjóði lögðu margir leið sína í Ráðhúsið. „Þar kynntum við gestum og gangandi starfsemi sjóðsins um leið og fólk naut þess að skoða verkið „Lifandi Votlendi.” Við þökkum einnig listakonunni Katerina Blahutova fyrir þetta frábæra frumkvæði og starfsfólki og skipuleggjendum Vetrarhátíðar fyrir frábært samstarf,“ segir enn fremur í tilkynningu sjóðsins.
Tónlist Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. 19. október 2021 20:01 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. 19. október 2021 20:01
Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00