„Ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til ráðherra á næstu dögum. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun ekki leggja til að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt nú í vikunni en boðar þó tillögur að afléttingum í minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum, fyrr en áætlað var. Hann metur stöðu faraldursins nokkuð góða. 1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum