Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:01 Felix Bergsson Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins hefur fengið skammir frá spænskum Eurovisionaðdáendum. Vísir/Kolbeinn Tumi Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar. Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“ Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“
Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Púlsinn 15.ágúst 2014 Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“