Ég vil ávinna mér virðingu Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 07:30 Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar. Með samstöðu tókst það, en það reynir nú þegar á samstöðu verkalýðsins til að bregðast við þeim grafalvarlega vanda sem steðjar að íslensku samfélagi eftir heimsfaraldurinn. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er samstaða gagnvart sameiginlegum stórum hagsmunamálum á borð við húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. Í Eflingu eru 30.000 félagar sem geta hreyft samfélagið í rétta átt með samstilltu átaki og unnið gegn ójöfnuði og sundrungu í samfélaginu. Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum. Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið. Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni. Ég býð mig fram til þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna okkar, til að styðja við þá sem veikast standa og til að efna til enn sterkari samstöðu verkafólk landsins með Eflingu fremst í fylkingu. Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess. Höfundur er varaformaður Eflingar og í framboði sem formaður A-lista Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar. Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar. Með samstöðu tókst það, en það reynir nú þegar á samstöðu verkalýðsins til að bregðast við þeim grafalvarlega vanda sem steðjar að íslensku samfélagi eftir heimsfaraldurinn. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er samstaða gagnvart sameiginlegum stórum hagsmunamálum á borð við húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. Í Eflingu eru 30.000 félagar sem geta hreyft samfélagið í rétta átt með samstilltu átaki og unnið gegn ójöfnuði og sundrungu í samfélaginu. Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum. Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið. Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni. Ég býð mig fram til þess að standa vörð um hagsmuni félagsmanna okkar, til að styðja við þá sem veikast standa og til að efna til enn sterkari samstöðu verkafólk landsins með Eflingu fremst í fylkingu. Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess. Höfundur er varaformaður Eflingar og í framboði sem formaður A-lista Eflingar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun