Vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2022 21:15 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði Víking 33-19 í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Með sigrinum komu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður að leik loknum. „Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira