Þolinmæði menntaskólanema á þrotum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 19:42 Kári Freyr Kristinsson er forseti NFVÍ. sigurjón ólason Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum. Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00