Boðar verulegar afléttingar tveimur vikum fyrr Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 12:33 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir blasa við að allt vinni með því að hægt verði að létta á takmörkunum í samfélaginu fyrr en afléttingaráætlun segi til um. Hann reiknar með verulegum afléttingum í næstu viku, tveimur vikum á undan áætlun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að einangrun yrði stytt á miðnætti á sunnudag úr sjö dögum í fimm. Það sé í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Kjarninn í áhættumati sóttvarnalæknis, vegna hinnar miklu útbreiðslu og veikinda, snúi að hve ýmis starfsemi standi tæpt. Bæði í heilbrigðisþjónustu og félagsmálaþjónustu. Samkvæmt afléttingaráætlun stóð til að aflétta verulega 24. febrúar og aflétta með öllu 14. mars. Willum segist vona að geta kynnt verulegar afléttingar hið minnsta tveimur vikum fyrr, þ.e. í síðasta lagi 10. febrúar. „Nú kynntum við þessar afléttingaáætlun fyrir viku. Mér sýnist blasa við að það sé allt að vinna með okkur. Það séu forsendur til að aflétta fyrr og jafnvel meir en við kynntum í þeim skrefum sem voru þá 24. febrúar og 14. mars. Enda sögðum við að við myndum alltaf horfa til afléttinga þess á milli.“ Þegar hafi verið afnumin nándarregla á sitjandi viðburðum og nú sé einangrun stytt. „Mér sýnist að við getum hálfum mánuði fyrr hið minnsta tilkynnt verulegar afléttingar og jafnvel meiri en við gerðum ráð fyrir. Ef ekkert óvænt gerist eins og kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis,“ segir Willum. Takist það í næstu viku verði það hálfum mánuði á undan áætlun. Taka verði þó áfram mið af sjónarmiðum sóttvarnalæknis. Willum viðurkennir að ýmsir innan ríkisstjórnar vilji aflétta enn fyrr. Tekist hafi verið á um málið á fundi ríkisstjórnar í morgun á málefnalegum nótum. Nánar er greint er frá styttingu einangrunar í eftirfarandi tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu: Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Einangrun vegna Covid-sýkingar verður stytt úr sjö dögum í fimm með reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi mánudaginn 7. febrúar. Sem fyrr verður þó heimilt að framlengja einangrun ef þörf krefur samkvæmt læknisfræðilegu mati. Frá sama tíma er afnumin skylda þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa smitgát sem eru með afstaðna sýkingu, staðfesta með PCR-prófi sem er ekki yngra en 7 daga gamalt og ekki eldra en 180 daga. Nánar um einangrun og afléttingu hennar Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 5 daga frá greiningu, enda sé hann einkennalaus eða einkennalítill. Með litlum einkennum er átt við væg einkenni frá öndunarfærum og að viðkomandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri en 37,8°C) og hafi verið hitalaus a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður en hann losnar úr einangrun. Fylgja skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo daga eftir að einangrun lýkur. Ath! Reglugerðin gildir einnig um þá sem eru í einangrun við gildistöku hennar. Það felur í sér að henni lýkur hjá þeim sem þegar hafa verið í einangrun í 5 daga eða lengur þegar reglugerðin tekur gildi 7. febrúar. Allir sem eru að ljúka einangrun frá skilaboð þess efnis í gegnum Heilsuveru og þar með en ekki fyrr lýkur einangruninni. Reglur um smitgát Reglugerð um 3. br. á reglugerð nr. 38/2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira