Kvarta yfir því að Kosta Ríka hafi teflt fram covid-smituðum leikmönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 14:30 Úr leik Jamaíku og Kosta Ríku í undankeppni HM 2022. getty/Douglas P. DeFelice Jamaíska knattspyrnusambandið ætlar að kvarta til FIFA vegna gruns um að Kosta Ríka hafi teflt fram tveimur kórónuveirusmituðum leikmönnum í leik liðanna í undankeppni HM 2022 í vikunni. Aðallæknir jamaíska knattspyrnusambandsins tjáði þarlendum fjölmiðlum að sex úr hópi Kosta Ríku hefðu greinst með veiruna við komuna til Jamaíku. Þar af voru tveir leikmenn sem spiluðu leikinn gegn Jamaíkum á miðvikudaginn. Kosta Ríku-menn unnu 0-1 sigur með marki Joels Campbell, fyrrverandi leikmanns Arsenal. Formaður jamaíska knattspyrnusambandsins, Dalton Wint, hefur staðfest að hann ætli að senda kvörtun til FIFA vegna smituðu leikmannanna. „Ég veit ekki hvort við getum áfrýjað en við sendum pottþétt eitthvað til FIFA til að grafast fyrir um það hvernig þetta getur gerst því þetta er augljóst brot á reglum,“ sagði Wint. Knattspyrnusamband Kosta Ríku hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það hafnar því að hafa gert nokkuð rangt. Í henni segir að einn leikmaður og þrír úr starfsliði landsliðsins hafi greinst með veiruna við komuna til Jamaíku og þeir hafi verið sendir í einangrun. Þá hafi tveir leikmenn Kosta Ríku verið nýbúnir að jafna sig af veirunni. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi hjá FIFA og knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF, til að spila. En þegar leikurinn var hafinn hafi jamaískir læknar gert athugasemdir við að leikmennirnir spiluðu. Þeir fengu þó að klára leikinn. Jamaíka á ekki lengur möguleika á að komast á HM en Kosta Ríka er enn í baráttunni. Kosta Ríku-menn hafa komist á fjögur HM á þessari öld. HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Aðallæknir jamaíska knattspyrnusambandsins tjáði þarlendum fjölmiðlum að sex úr hópi Kosta Ríku hefðu greinst með veiruna við komuna til Jamaíku. Þar af voru tveir leikmenn sem spiluðu leikinn gegn Jamaíkum á miðvikudaginn. Kosta Ríku-menn unnu 0-1 sigur með marki Joels Campbell, fyrrverandi leikmanns Arsenal. Formaður jamaíska knattspyrnusambandsins, Dalton Wint, hefur staðfest að hann ætli að senda kvörtun til FIFA vegna smituðu leikmannanna. „Ég veit ekki hvort við getum áfrýjað en við sendum pottþétt eitthvað til FIFA til að grafast fyrir um það hvernig þetta getur gerst því þetta er augljóst brot á reglum,“ sagði Wint. Knattspyrnusamband Kosta Ríku hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það hafnar því að hafa gert nokkuð rangt. Í henni segir að einn leikmaður og þrír úr starfsliði landsliðsins hafi greinst með veiruna við komuna til Jamaíku og þeir hafi verið sendir í einangrun. Þá hafi tveir leikmenn Kosta Ríku verið nýbúnir að jafna sig af veirunni. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi hjá FIFA og knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF, til að spila. En þegar leikurinn var hafinn hafi jamaískir læknar gert athugasemdir við að leikmennirnir spiluðu. Þeir fengu þó að klára leikinn. Jamaíka á ekki lengur möguleika á að komast á HM en Kosta Ríka er enn í baráttunni. Kosta Ríku-menn hafa komist á fjögur HM á þessari öld.
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira