Leiðtogi ISIS-samtakanna drepinn í aðgerð Bandaríkjahers Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 14:57 Til átaka kom í og í grennd við þetta hús í Atmeh í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi hafði hafist við. EPA Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS, var drepinn í aðgerð sérsveitar bandaríska hersins í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Frá þessu greindi Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag. Að sögn talsmanna Bandaríkjastjórnar sprengdi Qurayshi sjálfan sig í loft upp, auk nokkurra úr fjölskyldu sinni á meðal á áhlaupi Bandaríkjahers stóð. Sagt var frá því í morgun að lík þrettán hafi fundist á vettvangi – þar af sex börn og fjórar konur. President Biden, Vice President Harris and members of the President s national security team observe the counterterrorism operation responsible for removing from the battlefield Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi the leader of ISIS. pic.twitter.com/uhK75WeUme— The White House (@WhiteHouse) February 3, 2022 Þyrlur bandaríska hersins lentu í úthverfi bæjarins Atmeh í Idlib-héraði, ekki langt frá landamærunum að Tyrklandi, um miðnætti og kom í kjölfarið til harðra átaka við húsið þar sem al-Qurayshi dvaldi. Þyrlur Bandaríkjahers yfirgáfu staðinn um tveimur tímum eftir að þær komu á staðinn. New York Times greinir frá því að ein þyrla Bandaríkjahers hafi verið skilin eftir á staðnum vegna tæknivandræða og síðar eyðilögð í loftárás Bandaríkjahers til að hún kæmist ekki í hendur uppreisnarmanna. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Biden segir að allir hermenn Bandaríkjahers, sem þátt tóku í aðgerðinni, hafi snúið aftur til baka, heilir á húfi. Qurayshi tók við stjórnartaumunum sem leiðtogi ISIS eftir að Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sjálfan sig í loft upp, auk þriggja barna, í aðgerð sérsveitar Bandaríkjahers ekki langt frá Atmeh í október 2019.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36