Vann Ólympíugull en henti því í ruslið og „hataði lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:00 Chloe Kim í bandaríska gallanum tilbúin fyrir keppnina á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún átti mjög erfitt með að ráða við athyglina og eftirspurnina eftir að hafa unnið gull á síðustu leikum. Getty/Tom Pennington Bandaríska snjóbrettakonan Chloe Kim sló í gegn sautján ára gömul þegar hún varð Ólympíumeistari á snjóbretti. Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a> Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a>
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira