Bara þrír eftir úr síðasta byrjunarliði Wengers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2022 17:01 Alexandre Lacazette er einn fárra í leikmannahópi Arsenal sem spilaði undir stjórn Arsenes Wenger. getty/Catherine Ivill Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Arsenal síðan Arsene Wenger hætti sem knattspyrnustjóri liðsins vorið 2018. Til marks um það eru aðeins þrír leikmenn eftir úr síðasta byrjunarliðinu sem Wenger stillti upp sem stjóri Arsenal. Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Pierre-Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona á frjálsri sölu á lokadegi félagaskiptagluggans í gær. Hann er sá áttundi úr síðasta byrjunarliði Wengers sem yfirgefur félagið síðan hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Wenger stýrði Arsenal í síðasta sinn þegar liðið vann Huddersfield Town í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. maí 2018. Aubameyang skoraði eina mark leiksins. Aðeins þrír úr byrjunarliði Arsenal þennan dag eru enn hjá félaginu. Þetta eru þeir Rob Holding, Granit Xhaka og Alexandre Lacazette. Hinir átta í byrjunarliðinu eru farnir sem og allir þrír varamennirnir. Þetta eru þeir David Ospina, Héctor Bellerín, Shkodran Mustafi, Sead Kolasinac, Aaron Ramsey, Alex Iwobi, Henrikh Mkhitaryan, Aubameyang, Nacho Monreal, Danny Welbeck og Ainsley Maitland-Niles. Sá síðastnefndi er reyndar enn samningsbundinn Arsenal en var lánaður til Roma í síðasta mánuði. Arsenal's last XI under Arsene Wenger:Ospina Bellerin Mustafi HoldingKolasinac XhakaRamsey Iwobi Mkhitaryan Aubameyang LacazetteOnly 3 are currently at the club pic.twitter.com/0VhLslW0xP— GOAL (@goal) February 1, 2022 Tveir af ofannefndum leikmönnum fóru frá Arsenal í síðasta mánuði, Aubameyang og Kolasinac. Sem fyrr sagði fór Aubameyang til Barcelona en Kolasinac til Marseille. Unai Emery tók við Arsenal af Wenger en entist aðeins rúmt tímabil hjá félaginu. Í desember 2020 var Mikel Arteta ráðinn stjóri Arsenal. Wenger keypti hann til Arsenal 2011 og gerði hann meðal annars að fyrirliða liðsins. Wenger stýrði Arsenal í 22 ár. Á þeim tíma varð liðið þrisvar sinnum Englandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira