Hverju skila forvarnir? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 11:31 Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun