Ósanngjörn hækkun lífeyristökualdurs Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:31 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun