Ríkisstjórnin kynnti afléttingaáætlun samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:32 Afléttingaáætlun vegna sóttvarnaaðgerða var kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í dag kynna svokallaða afléttingaáætlun vegna samkomutakmarkana þar sem greint verður frá því með hvaða hætti stendur til að aflétta innanlandstakmörkunum. Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53 Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00 Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53
Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44