James og Durant fyrirliðar í stjörnuleiknum Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:31 Stephen Curry hélt upp á sæti í stjörnuliði vesturdeildarinnar með öruggum sigri í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Búið er að kjósa byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James og Kevin Durant hlutu besta kosningu og eru fyrirliðar liðanna. Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira