Tískuljósmyndir teknar í fallegu vetrarveðri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. janúar 2022 20:16 Myndatökurnar fóru m.a. fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og þóttu takast einstaklega vel. Aðsend Hundar, hestar, eldstæði og fyrirsætur klæddar í endurunnin íslensk föt hafa verið viðfangsefna hjá tískuljósmyndara í uppsveitum Árnessýslu. Myndirnar verða notaðar í virktum tískutímaritum og á tískupalli í London. Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Myndatakan fór meðal annars fram við veiðihúsið í Skarði í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem fyrirsæturnar voru myndaðar við ýmsar aðstæður í íslenskum vetrarbúningi. Fyrirsæturnar komu frá Ameríku, Japan og Íslandi, förðunarfræðingurinn kom frá Svíþjóð og ljósmyndarinn frá Búlgaríu. Þær Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður og Vilborg Ástráðsdóttir, hönnuður í Skarði voru konurnar á bak við viðburðinn. „Það er búin að vera draumur að gera vetrarmyndatöku á Íslandi. Við erum búnar að gera þrjár tilraunir á Íslandi. Fyrst árið greindist ljósmyndarinnar með brjóstakrabbamein og henni var meinað að ferðast. Seinna árið kom Covid og það tókst í þetta sinn,“ segir Sigrún og bætir við. „Við erum að búa til samstarfsverkefni að setja saman sköpunargleði frá fullt af fólki úr sveitinni og annars staðar frá líka, og búa til súrelískar myndir, eitthvað sem þú reiknar kannski ekkert endilega við að sjá í mynd, þannig að þetta er tíska og fantasía.“ Sigrún Björk Ólafsdóttir, hönnuður meö meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dýrin stóðu sig vel í myndatökunum, Husky hundur og þrír hestar. Þá lék eldur stórt hlutverk og íslenskur alvöru víkingur tók þátt í verkefninu. „Mikið af þessum fötum er að fara á tískupallinn í London 19. febrúar, þar er ég með stóra sýningu. Myndirnar fara örugglega líka í tvö til þrjú tímarit erlendis víða og svo bara samfélagsmiðlum og svona,“ segir Sigrún. Sigrún sem býr erlendis segir að hún hafi alltaf búið að því að hafa alist upp á Íslandi. „Íslendingar eru snillingar, hver einn og einasti en það er bara mismunandi hvernig þeir rækta snillinginn í sér, þeir eru svo sköpunarríkir. Nei, ég er ekki orðin fræg og rík, þetta er dýrast áhugamál í heimi að vera svona hönnuður. Ég er með dagvinnu líka sem borgar kaffið í brúsann, þetta borgar ekki neitt,“ segir Sigrún og hlær. Þrátt fyrir kulda og skítaveður á köflum þegar myndatökurnar fóru fram var létt yfir hópnum, sem tók þátt í verkefninu. Vörur frá Sigrúnu og Vilborgu eru meðal annars í Norden Market á Laugaveginum í Reykjavík. Hér er heimasíða Sigrúnar "Alvöru" víkingur tók þátt í verkefninu með hesti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tíska og hönnun Ljósmyndun Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira