Borðaði kjúkling og sagði liðið sitt sökka Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 07:30 Giannis Antetokounmpo reynir að ná boltanum af Evan Mobley í tapinu gegn Cleveland í nótt. AP/Tony Dejak Giannis Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mætti með nesti á blaðamannafund eftir tap Milwaukee Bucks gegn Cleveland Cavaliers. Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira