Borðaði kjúkling og sagði liðið sitt sökka Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 07:30 Giannis Antetokounmpo reynir að ná boltanum af Evan Mobley í tapinu gegn Cleveland í nótt. AP/Tony Dejak Giannis Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mætti með nesti á blaðamannafund eftir tap Milwaukee Bucks gegn Cleveland Cavaliers. Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins