„Ég segi bara húrra Ísland“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 13:06 Bubbi telur söluna vera þroskamerki fyrir íslenskan tónlistariðnað. Vísir/vilhelm Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music. Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music.
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Sjá meira
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10